Nýr kjarasamningur FSS samþykktur

Anna Rósa Gestsdóttir og Kristinn Helgi Sveinsson, voru fulltrúar fyrir hönd FSS í samninganefndinni. Samkomulag FSS og fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila, sem undirritað var 28. júní 2024 með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Atkvæðagreiðslu FSS um kjarasamninginn sem gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 er lokið og niðurstöður eru … Lesa meira

Sumardvöl í orlofshúsum FSS 2024

Stjórn FSS auglýsir hér með eftir umsóknum félagsfólks síns um vikudvöl í orlofshúsum félagsins í Flatey, Akureyri, Biskupstungum og Munaðarnesi í sumar. Umsóknarfrestur er til 9. apríl næstkomandi og skulu umsóknir sendar á meðfylgjandi eyðublaði til Guðbrands Jónssonar, formanns FSS.

Dómsmál unnið

Félagsmaður FSS vinnur dómsmál um orlofslaun á yfirvinnu. Sjá frétt á heimasíðu BSRB um málið

Gjafabréf í flug

1. febrúar nk. hefst árleg sala á gjafabréfum í flug, til félagsmanna. Undanfarin ár hefur FSS boðið félagsmönnum að kaupa gjafabréf í flug hjá Icelandair en í ár verður einnig í boði að kaupa sambærileg gjafabréf hjá PLAY. Sala gjafabréfanna stendur til 31. maí nk. en nánari upplýsingar um verð, skilmála og fyrirkomulag kaupanna, hafa … Lesa meira

Aðalfundur 2023 og ný stjórn FSS

Aðalfundur Félags starfsmanna stjórnarráðsins var haldinn þann 3. október sl. í Akoges-salnum í Lágmúla. Fundurinn var nokkuð vel sóttur og farið var yfir almenna aðalfundardagskrá auk þess sem næstu skref í ferlinu um ákvarðanatöku um framtíð félagsins voru kynnt. Þórveig Þormóðsdóttir, sem setið hefur sem formaður félagsins hátt í þrjá áratugi, tilkynnti á fundinum að … Lesa meira

Kjarasamningur samþykktur

Samkomulag FSS og fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila, sem undirritað var 30. mars 2023 með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Atkvæðagreiðslu FSS um kjarasamninginn sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024 er lokið og niðurstöður eru þessar; Á kjörskrá voru 166. Atkvæði greiddu 107, eða 64,5%. Já sögðu … Lesa meira