Orlofshús í Munaðarnesi

Hús nr. 19

Húsið er í Munaðarnesi í Borgarfirði.  Í húsinu eru 2 svefnherbergi annað með hjónarúmi, hitt með koju, þar sem gert er ráð fyrir að tveir geti sofið í neðri kojunni en einn í efri.  Þá er ferðabarnarúm undir hjónarúminu. Sængur og koddar eru fyrir 6 manns.

Á húsinu er merki FSS og lyklakassi með talnalás.

Í húsinu eru sjónvarp og afruglari.

Í eldhúsi eru ísskápur með frystihólfi, eldavél og önnur rafmagnstæki og borðbúnaður fyrir 12 manns.

Á pallinum er heitur pottur, útiborð og stólar og í geymslunni er gasgrill.

Leigjendur skulu taka með sér sængurföt, handklæði, viskastykki, tuskur, klósettpappír, sápur og þvottaefni.
Ekki er leyfilegt að hafa heimilisdýr í húsinu. Reykingar eru stranglega bannaðar.

Krafist er góðrar umgengni. Við brottför skal skila húsinu hreinu, eins og þið vilduð koma að því.


Senda fyrirspurn um þetta hús