Orlofshús í Reykjaskógi – Hrísholt

Húsið er í Reykjaskógi í Biskupstungum.  Í húsinu eru 2 svefnherbergi annað með hjónarúmi, hitt með tvíbreiðu rúmi og kojum.  Á lofti er tvíbreiður svefnsófi og 4 svampdýnur.  Sængur og koddar eru fyrir 10 manns. Ungbarnarúm er undir hjónarúmi.

Á húsinu er merki FSS.

Í húsiniu er sjónvarp og afruglari.

Í eldhúsi eru ísskápur með frystihólfi, uppþvottavél og önnur rafmagnstæki og borðbúnaður fyrir 12 manns.

Á pallinum er heitur pottur, útiborð og stólar, kolagrill og gasgrill.

Aðgengi fyrir hjólastóla er að húsinu um skábraut og breiðar dyr.

Leigjendur skulu taka með sér sængurföt, handklæði, viskastykki, tuskur, klósettpappír, sápur og þvottaefni.
Ekki er leyfilegt að hafa heimilisdýr í húsinu. Reykingar eru stranglega bannaðar.

Krafist er góðrar umgengni. Við brottför skal skila húsinu hreinu, eins og þið vilduð koma að því.


Senda fyrirspurn um þetta hús