Aðalfundi FSS frestað fram í september 2016

Á trúnaðarmannafundi FSS sem haldinn var 8. júní 2016 var samþykkt að fresta aðalfundi félagsins, sem að venju er haldinn í maí, til september 2016. Ástæðan er meðal annars sú að reikningar félagsins fyrir árið 2015 eru í endurskoðun félagskjörinna endurskoðenda sem gera athugasemdir við framsetningu. Aðalfundurinn verður boðaður samkvæmt. lögum félagsins í september næstkomandi.

BSRB skoðar aðkomu að íbúðafélagi

Stjórn BSRB hefur nú til skoðunar hvort bandalagið muni koma að stofnun íbúðafélags ásamt Alþýðusambandi Íslands (ASÍ). Félagið mun verða leigufélag sem rekið verður án hagnaðarsjónarmiða. Það mun skýrast á næstu vikum hvort, og þá hvernig, BSRB muni taka þátt í stofnun íbúðafélagsins. Mikil þörf segir formaður BSRB „Þetta er mikilvægt mál sem stjórn BSRB … Lesa meiraBSRB skoðar aðkomu að íbúðafélagi

Eitt orlofshús í eigu BSRB til útleigu

Eins og kunnugt er hafa aðildarfélög BSRB á undanförnum árum tekið yfir rekstur orlofshúsa sinna hvort sem um er að ræða orlofshúsabyggðina í Munaðarnesi eða annarsstaðar á landinu. Til að kynna sér hvaða orlofshús standa félagsmönnum til boða þurfa félagsmenn að fara inn á síður viðkomandi aðildarfélags og bóka orlofshús þar. BSRB hefur aðeins eitt … Lesa meiraEitt orlofshús í eigu BSRB til útleigu