Samkomulag fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs annars vegar og Félags starfsmanna Stjórnarráðsins hins vegar um breytingu á kjarasamningi aðila.
Þann 21. desember 2017 var skrifað undir samkomulag um útfærslu launaþróunartryggingar samkvæmt rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins.
Í samkomulaginu segir að hækkun til aðildarfélaga BSRB vegna launaþróunartryggingar nemi 1,3% og hafa aðilar orðið sammála um að sú hækkun verði nýtt til hækkunar á launatöflu skv gr. 1.1.1. og skal sú hækkun taka gildi frá og með 1. janúar 2017.
Undirritað af samningsaðilum 9. febrúar 2018