Aðalfundi FSS frestað fram í september 2016

Á trúnaðarmannafundi FSS sem haldinn var 8. júní 2016 var samþykkt að fresta aðalfundi félagsins, sem að venju er haldinn í maí, til september 2016. Ástæðan er meðal annars sú að reikningar félagsins fyrir árið 2015 eru í endurskoðun félagskjörinna endurskoðenda sem gera athugasemdir við framsetningu. Aðalfundurinn verður boðaður samkvæmt. lögum félagsins í september næstkomandi.

Eitt orlofshús í eigu BSRB til útleigu

Eins og kunnugt er hafa aðildarfélög BSRB á undanförnum árum tekið yfir rekstur orlofshúsa sinna hvort sem um er að ræða orlofshúsabyggðina í Munaðarnesi eða annarsstaðar á landinu. Til að kynna sér hvaða orlofshús standa félagsmönnum til boða þurfa félagsmenn að fara inn á síður viðkomandi aðildarfélags og bóka orlofshús þar. BSRB hefur aðeins eitt … Lesa meiraEitt orlofshús í eigu BSRB til útleigu