Aðalfundur Félags starfsmanna stjórnarráðsins var haldinn þann 3. október sl. í Akoges-salnum í Lágmúla. Fundurinn var nokkuð vel sóttur og farið var yfir almenna aðalfundardagskrá auk þess sem næstu skref í ferlinu um ákvarðanatöku um framtíð félagsins voru kynnt.
Þórveig Þormóðsdóttir, sem setið hefur sem formaður félagsins hátt í þrjá áratugi, tilkynnti á fundinum að í ljósi starfsloka hennar um komandi áramót myndi hún ekki gefa kost á sér áfram til setu í stjórn félagsins. Stjórnarkjör fóru fram síðar á fundinum og nýja stjórn FSS skipa eftirfarandi:
Formaður: Guðbrandur Jónsson Fjársýslan
Varaformaður: Margrét Sigurðardóttir Heilbrigðisráðuneyti
Aðrir í aðalstjórn: Ásdís Gríma Jónsdóttir Utanríkisráðuneyti
Guðrún J. Haraldsdóttir Fjársýslan
Kristinn H. Sveinsson Umbra, þj.miðstöð stjr.
Varastjórn: Einar Sigurgeir Helgason Umbra, þj.miðstöð stjr.
Halla Guðmundsdóttir Dómsmálaráðuneyti
Sigrún Guðmundsdóttir Háskóla-, iðn.- og nýsk.rn.
Endurskoðendur: Lilja Friðvinsdóttir Fjársýslan
Þorvaldur Egilsson Eftirlaunaþegi
Tvær lagabreytingar voru einnig samþykktar á fundinum. Skerpt var á skilgreiningu á tilgangi og umboði félagsins með endurorðaðri 2. mgr. laga félagsins og bætt var í lögin skilyrðum fyrir því hvernig slitum félagsins skyldi háttað.
Uppfærð og núgildandi lög félagsins verða birt hér á síðunni von bráðar.