Síðan Starfsmenntunarsjóður BSRB var lagður niður um síðastliðin áramót hefur FSS unnið að úrlausn starfsmenntunarmála sinna félagsmanna. Þetta hefur tekið lengri tíma en vonast var til, en úrlausnin er vonandi þess virði að hafa beðið eftir henni.
FSS hefur gert samkomulag við SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu, um að SFR sjái um að þjónusta félagsmenn FSS vegna fræðslustyrkja úr starfsmenntunarsjóði og starfsþróunarstyrkja.
2 starfsmenn SFR þær Jóhanna Þórdórsdóttir og Íris Gefnardóttir hafa fengið aðgang að félagaskrá FSS en þar eru allar upplýsingar um lengd félagsaðildar og greidd félagsgjöld. Þetta gefur félagsmönnum FSS full réttindi til styrkja úr sjóðunum frá 1. janúar 2017 miðað við starfsaldur. Einnig veita þær Jóhanna og Íris upplýsingar um sjóðina, úthlutunarreglur og annað sem félagsmenn gætu spurt um.
Sjá úthlutunarreglur og fleira undir síðunni Sjóðir