BSRB skoðar aðkomu að íbúðafélagi

Stjórn BSRB hefur nú til skoðunar hvort bandalagið muni koma að stofnun íbúðafélags ásamt Alþýðusambandi Íslands (ASÍ). Félagið mun verða leigufélag sem rekið verður án hagnaðarsjónarmiða. Það mun skýrast á næstu vikum hvort, og þá hvernig, BSRB muni taka þátt í stofnun íbúðafélagsins.

Mikil þörf segir formaður BSRB
„Þetta er mikilvægt mál sem stjórn BSRB hefur verið með til skoðunar. Við þurfum að fara vandlega yfir alla þætti málsins áður en við tökum ákvörðun um aðkomu bandalagsins að málinu, en þörfin fyrir húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir tekjulægstu hópana ætti að vera öllum ljós,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB.

Sjá nánar frétt á heimasíðu BSRB