Kjaramál

Kjaramál

Samkomulag FSS og fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila var undirritað 20. mars 2020 og samþykkt af 85,6% greiddra atkvæða félagsmanna þann 30. mars 2020.

Aðalatriði samningsins eru
Gildistími er frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023
Laun hækka frá 1. apríl 2019 um 17.000 kr.
Laun hækka frá 1. apríl 2020 um 24.000 kr. fyrir launaflokka 1-15 og um 18.000 kr. fyrir hærri launaflokka
Laun hækka 1. janúar 2021 um 24.000 kr. fyrir launaflokka 1-15 og um 15.750 kr. fyrir hærri launflokka
Laun hækka 1. janúar 2022 um 25.000 kr. fyrir launaflokka 1-15 og um 17.250 kr. fyrir hærri launaflokka
Ný launatafla tekur gildi frá 1. apríl 2019
Orlofsuppbót á árinu 2019 hækkar í kr. 50.000 fyrir fullt starf og kr. 51.000 á árinu 2020
Persónuuppbót greidd í desember 2019 hækkar í kr. 92.000 og verður kr. 94.000 á árinu 2020 fyrir fullt starf

Samkomulag FSS og fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar og framlengingu á kjarasamningi – undirritaður 6. nóvember 2015

Samkomulag fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og BSRB – undirritað 27. mars 2014

Heildarútgáfa kjarasamninga FSS við ríkið á heimasíðu Stjórnarráðsins

Stofnanasamningur frá árinu 2017

Stofnanasamningur frá árinu 2006