Kjaramál

Samkomulag FSS og fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila var undirritað 6. nóvember 2015 og samþykkt af 86,9% greiddra atkvæða félagsmanna þann 17. nóvember sl.

Aðalatriði samningsins eru
Gildistími er frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019
Laun hækka frá 1. maí 2015 um 7,7% eða að lágmarki um kr. 25.000
Laun hækka aftur frá 1. júní 2016 um 6,5%
Ný launatafla tekur gildi 1. júní 2017 og við innröðun skal hverjum starfsmanni tryggð 4,5% hækkun (sjá bókun 5)
Þann 1. júní 2018 hækka laun um 3%
Eingreiðsla kr. 55.000 greiðist þann 1. febrúar 2019 fyrir fullt starf
Orlofsuppbót á árinu 2015 hækkar í kr. 42.000 fyrir fullt starf
Persónuuppbót greidd 1. desember 2015 kr. 78.000 fyrir fullt starf

Samningnum fylgja nokkrar bókanir en sérstaklega er bent á bókun 5 sem er eftirfarandi:
Þann 1. júní 2017 tekur gildi ný launatafla. Til að auðvelda innröðun í nýja töflu samkvæmt endurskoðuðum stofnanasamningum verður heimilt að ráðstafa allt að 59 milljónum króna á ársgrundvelli til yfirfærslunnar. Þá er átt við kostnaðarauka stofnana að meðtöldum launatengdum gjöldum. Við vörpun er tryggt að enginn fái minna en sem nemur 4,5% hækkun.

Samkomulag fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og BSRB – undirritað 27. mars 2014

Heildarútgáfa kjarasamninga FSS við ríkið á heimasíðu Stjórnarráðsins

Stofnanasamningur frá árinu 2017

Stofnanasamningur frá árinu 2006