Nýir valkostir í orlofsmálum félaga í FSS
Nokkrir nýir valkostir bjóðast nú félagsmönnum okkar í sumar, þar má nefna; Veiðikortið, Útilegukortið og áfram verður boðið upp á afsláttarmiða hjá Edduhótelum víðs vegar um landið. Þá verður áfram boðið upp.Gjafabréf Icelandair 2014
Sjá meðfylgjandi auglýsingu með upplýsingum um verð o.fl.
Aðalfundur Félags starfsmanna stjórnarráðsins, 28. maí n.k.
Aðalfundur FSS verður haldinn fimmtudaginn 28. maí 2009, kl. 16:15, í Borgartúni 6, salur á 1. hæð.
Skýrsla stjórnar í glærusýningu frá aðalfundinum 28. maí 2009
20. júní 2011
Nýr kjarasamningur FSS samþykktur í atkvæðagreiðslu.
Félag starfsmanna stjórnarráðsins hefur látið fara fram rafræna atkvæðagreiðslu um kjarasamning sem undirritaður var 8. júní 2011 með fyrirvara um samþykki félagsmanna.Á kjörskrá voru 242. Atkvæði greiddu 128.
Já sögðu 119 eða 93,0%
Nei sögðu 7 eða 5,5%
Skila auðu 2 eða 1,5%
Samningurinn var því samþykktur.
Niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning 2011
9. júní 2011
Nýr kjarasamningur FSS undirritaður.
Samninganefnd Félags starfsmanna stjórnarráðsins undirritaði nýjan kjarasamning við ríkið síðdegis í gær með fyrirvara um samþykki félagsmanna.
Samningurinn verður kynntur trúnaðarmönnum á fundi föstudaginn 10. júní en þeir munu síðan kynna samninginn félagsmönnum sínum á hverjum vinnustað.
Atkvæðagreiðsla um samninginn verður rafræn og munu allir félagsmenn fá tölvupóst um atkvæðagreiðsluna og hvernig eigi að bera sig að við kosningu um kjarasamninginn.
Sjá nýr kjarasamningur við ríkið.
3. júlí 2009
Nýr kjarasamningur
Félag starfsmanna stjórnarráðsins hefur samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið, en það er samkomulag um breytingar og framlengingu á fyrri samningi frá 2008. Samkomulagið gildir til 30. nóvember 2010.
Sjá meðfylgjandi skjal.
6. júní 2008
Kjarasamningurinnsamþykktur
Nú er lokið atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn sem undirritaður var 25. maí 2008 með fyrirvara um samþykki félagsmanna.
Í þetta sinn var ákveðið að atkvæðagreiðslan skyldi vera rafræn og var samið við fyrirtækið Outcome um framkvæmdina.
Niðurstöður liggja nú fyrir og eru þessar.
Kosningaþátttaka var 56,14%
Á kjörskrá voru 285
Atkvæði greiddu 160
Já sögðu 136 eða 85%
Nei sögðu 12 eða 7,5%
Skila auðu 12 eða 7,5%
26. maí 2008
Í gær 25. maí 2008 voru undirritaðir kjarasamningar milli aðildarfélaga BSRB sem höfðu lausa samninga og samninganefndar ríkisins.
Helstu atriði samningsins eru þessi:
Samningurinn gildir til 31. mars 2009
Allir taxtar í launatöflunni hækka um 20.300 kr. frá 1. maí 2008
Desemberuppbót 2008 verður 44.100 (hækkar um 2.300 frá 2007)
Réttur til fjarvista vegna veikinda barna verður 12 dagar á ári í stað 10
Í bókunum með samningnum kemur m.a. eftirfarandi fram:
Tryggt áframhaldandi fjármagn til menntasjóða BSRB
Hækkun á framlagi atvinnurekanda í Foreldra- og styrktarsjóð BSRB
Varðandi kynningu á samningnum:
Sjá nýr kjarasamningur við ríkið 2008
Nánari kynning og upplýsingar verða gefnar á aðalfundi FSS sem haldinn verður á fimmtudaginn 29. maí nk. kl. 16:15 í fundarsal menntamálaráðuneytisins
félagmenn geta kynnt sér samninginn hér á síðunni, en kosið verður um hann eins fljótt og hægt er
|