Orlofsíbúð á Akureyri

Mýrartún 20

Í íbúðinni eru 3 svefnherbergi, hjónarúm í tveimur herbergjum og koja í því þriðja. Þá fylgir einnig ferðabarnarúm og tvö gestarúm. Sængur og koddar eru fyrir 9 manns.

Í stofunni er sjónvarp, sjónvarpsskenkur, tungusófi, sófaborð, gólflampi, borðstofuborð og stólar fyrir sex manns.  Klappstólar eru í fataskáp í svefnherbergi. Í eldhúsi eru ísskápur, helluborð, bakaraofn, uppþvottavél og önnur rafmagnstæki og borðbúnaður fyrir 12 manns. Þvottahús með þvottavél með innbyggðum þurrkara, ryksuga o.fl. Annað: Vinnuborð og stóll, tölvuskjár með eiginleika tengikvíar (USB-C).

Á pallinum er heitur pottur, gasgrill og sólstólar.

Tvö bílastæði fylgja íbúðinni og eru á móts við hana.  Hleðslustöð er staðsett við bílastæðin sem virkar fyrir viðskiptavini ON.

Við útidyrahurð er lyklabox með talnalás.

Leigjendur skulu taka með sér sængurföt, handklæði, viskastykki, tuskur, klósettpappír, plastpoka í ruslafötur, sápur og þvottaefni.

Ekki er leyfilegt að hafa heimilisdýr í húsinu. Reykingar eru stranglega bannaðar.

Krafist er góðrar umgengni. Við brottför skal skila húsinu hreinu, eins og þið vilduð koma að því.


Senda fyrirspurn um þetta hús