Orlofshús á Akureyri

Orlofshús á Akureyri

Langahlíð 5E

Húsið er raðhús og er í Glerárhverfi. Í því eru 2 svefnherbergi annað með hjónarúmi og hitt með tveimur rúmum. Í stofunni er einnig tvíbreiður svefnsófi. Þarna geta hæglega 6 fullorðnir sofið.  Jafnframt er eitt rimlarúm (barnarúm) í hjónaherbergi. Sængur og koddar eru fyrir 8 manns.

Í húsinu er þvottavél, uppþvottavél, útvarpstæki og sjónvarp. Á pallinum er gasgrill.


Senda fyrirspurn um þetta hús