Orlofshús í Flatey

Húsið er kallað Ráðagerði. Í því er 1 svefnherbergi með hjónarúmi á neðri hæðinni og á svefnlofti eru 4 rúmstæði og slatti af dýnum. Sængur og koddar eru fyrir 8 manns.

Í húsinu er útvarpstæki með segulbandi og sjónvarp.

Í eldhúsi eru eldavél, ísskápur með fystihólfi og önnur rafmagnstæki og borðbúnaður fyrir 12 manns. Á pallinum er kolagrill.

Til að komast í Flatey keyrir maður í Stykkishólm og siglir með ferjunni Baldri út í eyju. Baldur fer 2 ferðir á dag yfir sumartímann frá Stykkishólmi að Brjánslæk á Barðaströnd með viðkomu í Flatey. Sjá tímaáætlun og verð á heimasíðu Sæferða Ferjan Baldur

Á bryggjunni í Stykkishólmi setur maður farangur sinn í gám sem merktur er Flatey, sá gámur er síðan settur á bryggjuna í Flatey og maður getur í rólegheitum fundið sinn farangur en skipið heldur áfram á næsta áfangastað.

Leigjendur skulu taka með sér sængurföt, handklæði, viskastykki, tuskur, klósettpappír, sápur og þvottaefni.
Ekki er leyfilegt að hafa heimilisdýr í húsinu. Reykingar eru stranglega bannaðar.

Krafist er góðrar umgengni. Við brottför skal skila húsinu hreinu, eins og þið vilduð koma að því.


Senda fyrirspurn um þetta hús